Okkar saga
Heilsuhofið var formlega opnað 4 júní 2021 í Fuji húsinu að Kaupvangsstræti 1, 600 Akureyri.
Okkar markmið var frá upphafi að sinna bæði sál og líkama sem hefur alltaf verið áhugamál stofnanda Heilsuhofsins og hafa hans nám að mestu leiti snúist í kringum það.
Við sérhæfum okkur í að bæta velliðan viðskiptavini okkar.
Við bjóðum uppá Indverskt nudd, sogæðameðferðir, neglur, andlitsmeðferðir, spámiðla, heilun, tannhvíttun ofl.
Við vinnum mikið með tæki og vörur í samvinnu við Heilsu og útlit sem margir þekkja en þau eru þekkt fyrir gæðavörur og þjónustu sem við erum stolt að geta boðið uppá líka hérna á Akureyri og víðar, en við ferðumst einnig víða um land og bjóðum uppá okkar þjónustu þar.
Vinsælustu meðferðirnar okkar eru meðal annars Ayurveda nuddið, neglurnar, sogæðastígvélin, tannhvítunin og Andlitsmeðferðirnar okkar

Ívar Örn Þórhallsson
Ívar Örn Þórhallsson er fæddur í Reykjavík þann 25 ágúst 1969.
Ólst upp í vesturbæ Reykjavíkur og leitar oft þangað þegar hann fer suður og ekki síst í fjöruna þegar honum líður ekki vel eða þarf að hugsa og hlaða orku líkamans. Gekk í skóla í vesturbænum og eignaðist marga góða vini þar.
Hann á 4 börn, 2 stelpur og 2 stráka (tvíbura) og eitt barnabarn.
Hann flutti til Akureyrar 1 september 2016 og byrjaði að vinna sem bílstjóri hjá Ásbyrgi Flóru sem hætti starfsemi hér á Akureyri í maí 2018 en þá var hann kominn í aðra vinnu og farinn að vinna hjá KG sendibílum ehf sem bílstjóri. Hann stofnaði og hefur rekið heilsustofuna Heilsuhofið árið 2021 sem er í Fuji húsinu við Kaupvangsstræti 1 en hann vann einmitt fyrir eigendur hússins sem verslunarstjóri við ljósmyndaverslun þeirra í Reykjavík ca árin 1997 – 1998 en þá keypti hann ásamt vini sínum heildverslun sem þeir ráku saman í 2 ár. Árin á undan vann hann t.d. um 8 ára skeið hjá Leikfélagi Reykjavíkur sem statisti og sviðsmaður og líkaði það mjög vel. Lærði hjá Grími Bjarnasyni ljósmyndun en náði ekki að klára námið því miður vegna stækkunar fjölskyldunnar á þeim tíma.
Flutti til Danmerkur 6 ágúst 1999. Vann þá sem málari og seinna meir sem ryksugu sölumaður Rainbow og sá um verkstæðið þeirra ofl.

Ívar Örn hef alltaf trúað á æðri mátt og hefur ávallt verið leitandi andlega og haft áhuga á að þroska sjálfan sig. Lærði Reiki fyrst árið 1994 og Reikimeistarann árið 2012 og aftur árið 2021 hjá öðrum meistara til að læra meira og kynnast mismunandi kennslu og vinnuaðferðum mismunandi meistara. Hann hefur víða um land kennt Reiki með góðum árangri síðan 2012. Hann hefur einnig lært Dáleiðslu árið 2016, Bowen 2019 og 2020, lært inná allar meðferðir sem heilsuhofið hefur uppá að bjóða hjá Heilsu og fegurð 2021 og síðast en ekki síst Indverskt Ayurveda nudd hjá Ayurveda fræðing árið 2022 og hefur hann náð ótrúlegum árangri með þeirri aðferð síðan.
Akvile Vaskyte
Akvile er 24 ára kona frá Litháen sem hefur náð ótrúlegum árangri og virðingu í sínu fagi þrátt fyrir ungan aldur.
Hún útskrifaðist úr Klaipedos háskólann í hagnýtum vísindum árið 2021 og lauk BA gráðu í snyrtifræði/fegurðarmeðferðum.
Á 3 ára námi fór hún einnig til náms á alþjóðlegu nemendaskiptanámi til Kýpur. Þar stundaði hún nám í 2 misseri (1 ár). Þar sem hún lærði margs konar flækjur um förðun, andlitsaðgerðir, líkamsmeðferðir, háreyðingu og margt fleira. Á yngri árum var hún alltaf hrifin af fegurðaraðgerðum, hafði gaman að fegra sjálfa sig, mömmu sína og vini.
Það sem henni fannst skemmtilegast er naglahönnun, þar nýtast listrænir hæfileikar hennar vel og er hún alltaf að búa til eitthvað nýtt og spennandi sem gerir hana einstaka og eftirsóknaverða.
