top of page

Þá er komið að því að halda Reikinámskeið aftur bæði 1 & 2
á Calpe Spáni 2-9 Maí 2025,
verður það haldið í DELUX VILLU
algjör lúxus og prívat!
Nú ætlum við að sameina krafta okkar aftur í að styrkja og virkja líkama/sál og okkar æðri mátt!
Reikimeistarinn okkar er Ívar Örn Þórhallsson Reikimeistari, Ayurveda nuddari, kínverskur fótanuddari, Heilari og dáleiðari,
SiggaDóra einkaþjálfari, NLP Master þjálfari mun leiða okkur í göngur og slökun.
Ívar hefur í yfir 30 ár stundað Reiki hefur haldið mörg Reikinámskeið með góðum árangri á Akureyri, Reykjavík og á Gran Canaria!
Þetta einstaka námskeið er haldið á dásamlegum stað í Calpe á Spáni.
Delux villan er staðsett rétt við Calpe ströndina.
Erum með sérverönd og einkasundlaug.
Sterk og algjörlega mögnuð ORKA, algjör heilun og slökun í Paradís!
Hoppaðu um borð í ógleymanlegt DELUX Reikiheilunar/slökunar ævintýri!
Ertu tilbúin að flýja hversdagsleikann og leggja af stað í þitt ferðalag fullt af hlátri,
uppgötvunum og ævilöngum minningum ásamt Reiki Diploma skírteini!
Verð 319.000.
Innifalið:
Reikinámskeið, allt námsefni á íslensku, Flamengo dinner og show
( ath drykkir ekki innifalið)
1/2 fæði, rútur til og frá Alicante flugvelli .
ATH flug ekki innifalið beint flug m/Play ferða dagana.
Aðeins 8 manns komast í þessa ferð!
Leiðbeinandi Ívar Örn Þórhallson og Fararstjóri SiggaDóra Matthíasdóttir
Reiki námskeið 1 og 2.
Reiki er Japönsk orku heilun þar sem unnið er jafnt með líkamleg, andleg sem og tilfinningaleg vandamál.
Reiki er mjúk en kraftmikil aðferð sem getur leitt til betri líðunnar og bættrar heilsu.
Reiki er góð aðferð til verkjastillingar,
hefur róandi áhrif og getur dregið úr einkennum svo dæmi séu tekin.
Að heila tilfinningar og huga, auk þess að losna undan fíkn, senda Reiki inn í ýmsar aðstæður og blessa líf þitt og annara á margvíslegan hátt.
Reiki heilun er gríðarlega kraftmikið og mikilvægt verkfæri til hjálpar.
Reiki heilunarorkuna getur þú notað sjálfri/sjálfum þér og þínum nánustu til handar, í daglegu amstri og í vinnunni en einnig getur þú eftir þetta námskeið byrjað að vinna faglega með Reiki heilun.
Orkuflæðið byrjar strax og þú tekur þá ákvörðun um að bæta reiki inn í líf þitt.
Undirbúningur og hreinsunarferli fer í gang.
Fyrir og eftir námskeiðið getur þú orðið var/vör við að auk hreinsunarferilsins að næmnin eykst, þú kemst í dýpri tengsl við sjálfa/n þig og þá sem eru þér næstir.
Hlutir sem áður voru stórmál virðast allt í einu yfirstíganlegri.
Persónubundið er hvernig upplifun þín er og verður, hver leið er einstök og áhugaverð.
Reiki heilun er viðurkennd WHO (world health organization)
Er viðurkennd af skattevärket í Svíþjóð sem heilsueflandi og endurhæfandi meðferð. Víðsvegar í USA er krafa um að heilbrigðisstarfsfólk hafi reiki heilunar menntun og einnig er reiki orðin vel útbreidd í heilbrigðiskerfi Englands.
Dagur 1
Sótt á flugvöll, kynning á dagskrá, afhending herbergja og léttur kvöldverður.
Námskeiðið byrjar strax fyrsta kvöldið með hópefli.
Þar fá allir námsefnið sem er á Íslensku, förum yfir efnið lauslega og hvernig námskeiðið verður haldið.
Einnig umræða um Reiki og hvort annað til að kynnast hvort öðru betur.
Dagur 2
8.00 Morgunmatur.
9.00 Læra um Reikið, förum yfir bókina létt spjall, vígsla fyrir Reiki 1 verður haldið og svo æfingar.
12.30 Hádegismatur,
13-15 æfingar.
Dagur 3
8.00 Morgunmatur
9.00 Spjall um upplifun og hvernig ykkur líður með nýju tenginguna og hvað þið eruð að upplifa.
Farið yfir Reiki 2 hver er munurinn á Reiki 1 og 2 en í Reiki 2 lærum við að nota tákn og getum þá farið að vinna ef áhugi er fyrir því við Reiki.
12.30 hádegismatur,
13-15 æfingar.
Létt strandarganga í fallega listamanna þorpið Altea. ( a.t.h frjálst val )
Dagur 4
8.00 Morgunmatur
9.00 Vígsla á Reiki 2 og æfingar.
12.30 Hádegismatur,
13-15 æfingar.
Létt strandarganga í fallega fiskimanna þorpið Calpe. ( a.t.h frjálst val )
Dagur 5
9.00 Morgunmatur,
10.00-13.00 æfingar, frjáls dagur!
19.00 Flamingo útskriftarkvöld dinner og show !
Dagur 6
Frídagur
10.00 Morgunmatur frídagur.
19.00 Grill og fyrralífs hópdáleiðsla / kvöldvaka.
Dagur 7
10.00 Morgunmatur frídagur.
Dagur 8
11.00 Brunch og heimferðadagur!
Bóka þarf fyrir 31 mars 2025 Bókunarstaðfestingin er 50.000 kr og er óafturkræft gjald til að mæta þeim föstum kostnaði sem við verðum fyrir að bóka þína drauma ferð.
Bókanir í gegnum email:
Lúxusferð eins og þær verða bestar
NÁMSKEIÐIÐ
Leiðbeinandi Ívar Örn Þórhallson og Fararstjóri SiggaDóra Matthíasdótti
Bókunarstaðfestingin er 50.000 kr og er óafturkræft gjald til að mæta þeim föstum kostnaði sem við verðum fyrir að bóka þína drauma ferð.
bottom of page