Námskeið

Reikiheilunar námskeið

Þá er komið að því að halda Reikinámskeið aftur bæði 1 og 2 helgina 26 og 27 ágúst.
Reikimeistarinn Ívar Örn Þórhallsson hefur haldið nokkur Reikinámskeið með góðum árangri bæði hérna á Akureyri og í Reykjavík.

Ef þú ert byrjandi þá geturðu valið að taka bara Reiki 1 eða Reiki 1 og 2, ef þú ert nú þegar með Reiki 1 þá velurðu eingöngu seinni daginn nema þú viljir upprifjun og taka Reiki 1 aftur.

Reiki 1 (40.000 kr)
Reiki 2 (50.000 kr)
Reiki 1 og 2 saman (80.000 kr)
Upprifjun 20% afsláttur

ATH. Takmarkað pláss, fyrstur pantar fyrstur fær.

Hægt er að dreifa greiðslum með raðgreiðslum fyrir þá sem vilja.
15.000 kr staðfestingargjald við innskráningu

 

Reiki er Japönsk orku heilun þar sem unnið er jafnt með líkamleg, andleg sem og tilfinningarleg vandamál. Reiki er mjúk en kraftmikil aðferð sem getur leitt til betri líðunnar og bættrar heilsu. Reiki er góð aðferð til verkjastillingar, hefur róandi áhrif og getur dregið úr einkennum svo dæmi séu tekin. Meðganga, fæðing, veikindi eða andlát og allt þar á millli eru dæmi um aðstæður þar sem reiki heilun er gríðarlega kraftmikið og mikilvægt verkfæri til hjálpar.
 Reiki heilunarorkuna getur þú notað sjálfri/sjálfum þér og þínum nánustu til handar, í daglegu amstri og í vinnunni en einnig getur þú eftir þetta námskeið byrjað að vinna faglega með Reiki heilun.
 Orkuflæðið byrjar strax og þú tekur þá ákvörðun um að bæta reiki inn í líf þitt. Undirbúningur og hreinsunarferli fer í gang. Fyrir og eftir námskeiðið getur þú orðið var/vör við að auk hreinsunarferilsins að næmnin eykst, þú kemst í dýpri tengsl við sjálfa/n þig og þá sem eru þér næstir. Hlutir sem áður voru stórmál virðast allt í einu yfirstíganlegri. Persónubundið er hvernig upplifun þín er og verður, hver leið er einstök og áhugaverð.
Innifalið er námsefni á íslensku.
Reiki heilun er viðurkennd WHO (world health organization) og er viðurkennd af skattevärket í Svíþjóð sem heilsueflandi og endurhæfandi meðferð. Víðs vegar í USA er krafa um að heilbrigðisstarfsfólk hafi reiki heilunar menntun og einnig er reiki orðin vel útbreidd í heilbrigðiskerfi Englands.

Kínverskt fótanudd námskeið

Kínverskt fótanuddnámskeið helgina 9 og 10 sept. hér hjá okkur í Heilsuhofinu fyrir ofan Subway
.
Þú lærir að nudda fætur með mörg þúsund ára gamalli aðferð kínverja.
.
Fótleggir upp að hné, kálfar, hné og iljar eru nuddaðir eftir kínverskri vísu.
.
Skráning er hér á https://boka.heilsuhofid.is